fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433

Þetta er eini veikleiki Van Dijk samkvæmt fyrrum njósnara Celtic

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk varð á dögunum dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir hann.

Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en hann var sterklega orðaður við Liverpool, allt síðasta sumar.

Neil McGuinnes, fyrrum njósnari hjá Celtic sá Van Dijk spila með Groningen og heillaðist mikið af leikmanninum sem varð til þess að skoska félagið keypti hann árið 2013.

„Ef þú þarft að punkta niður alla kostina sem góður miðvörður þarf að hafa þá tikkar hann í öll boxin,“ sagði McGuinnes.

„Hann er með einn veikleika hins vegar því stundum slökknar á honum þegar að liðið hans er í þægilegum málum. Það er hans stærsta vandamál.“

„Hann er mjög snöggur og hann veit að hann getur hlaupið menn uppi ef hann missir þá aftur fyrir sig en þetta er sá þáttur sem hann þarf að bæta hjá sér.“

„Bestu miðverðirnir í dag eru með einbeitinguna í lagi, alltaf og ef hann nær að kveikja í sér og einbeita sér í 90. mínútur, sama hver staðan er í leiknum þá getur hann orðið sá besti,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu