fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433

Endurhæfing Gylfa gengur vel – Laus við hækjurnar og spelkuna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. mars 2018 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton og íslenska landsliðsins er meiddur þessa stundina.

Hann meiddist á hné í leik Everton og Brighton fyrr í þessum mánuði og í fyrstu var óttast að hann myndi missa af HM í Rússlandi sem fram fer í sumar.

Endurhæfing Gylfa gengur hins vegar vel og vonast hann til þess að ná síðustu leikjum Everton á tímabilinu.

„Endurhæfingin gengur mjög vel og mér líður alltaf betur og betur. Ég er hættur að nota hækjur og er ekki lengur með hnéspleku og er nánast byrjaður að geta gengið eðlilega,“ sagði Gylfi við heimasíðu Everton á dögunum.

„Endurhæfingin er krefjandi og ég eyði miklum tíma með sjúkraþjálfurum liðsins og í sundlauginni. Það er hins vegar að skila árangri og mér líður miklu betur í dag. Við höfum lagt mikla áherslu á það að minnka bólguna í hnénu og auka hreyfigetuna og það gengur vel.“

„Ég fer og hitti sérfræðing í næstu viku og hann mun meta stöðuna á mér og svo sjáum viðtil með framhaldið,“ sagði Gylfi meðal annars.

Gylfi viðurkennir að það hafi tekið á að meiðast á þessum tímapunkti en hann er meðvitaður um það að margir knattspyrnumenn þurfa að ganga í gegnum meiðsli á ferlinum.

„Það er hluti af þessu, að meiðast og menn þurfa bara að taka því og reyna að komast í gegnum það,“ sagði Gylfi.

„Ég er ekki mjög þolinmóður að eðlisfari ef ég á að vera hreinskilinn og ég vil oftast klára hlutina með hraði. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta mun taka tíma og ég má ekki drífa mig um of.“

„Líkaminn þarf sinn tíma til þess að jafna sg og ég þarf að hlusta vel á líkamanna. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi kem ég bara sterkari tilbaka eftir þetta,“ sagði Gylfi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park