fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433

Endurhæfing Gylfa gengur vel – Laus við hækjurnar og spelkuna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. mars 2018 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton og íslenska landsliðsins er meiddur þessa stundina.

Hann meiddist á hné í leik Everton og Brighton fyrr í þessum mánuði og í fyrstu var óttast að hann myndi missa af HM í Rússlandi sem fram fer í sumar.

Endurhæfing Gylfa gengur hins vegar vel og vonast hann til þess að ná síðustu leikjum Everton á tímabilinu.

„Endurhæfingin gengur mjög vel og mér líður alltaf betur og betur. Ég er hættur að nota hækjur og er ekki lengur með hnéspleku og er nánast byrjaður að geta gengið eðlilega,“ sagði Gylfi við heimasíðu Everton á dögunum.

„Endurhæfingin er krefjandi og ég eyði miklum tíma með sjúkraþjálfurum liðsins og í sundlauginni. Það er hins vegar að skila árangri og mér líður miklu betur í dag. Við höfum lagt mikla áherslu á það að minnka bólguna í hnénu og auka hreyfigetuna og það gengur vel.“

„Ég fer og hitti sérfræðing í næstu viku og hann mun meta stöðuna á mér og svo sjáum viðtil með framhaldið,“ sagði Gylfi meðal annars.

Gylfi viðurkennir að það hafi tekið á að meiðast á þessum tímapunkti en hann er meðvitaður um það að margir knattspyrnumenn þurfa að ganga í gegnum meiðsli á ferlinum.

„Það er hluti af þessu, að meiðast og menn þurfa bara að taka því og reyna að komast í gegnum það,“ sagði Gylfi.

„Ég er ekki mjög þolinmóður að eðlisfari ef ég á að vera hreinskilinn og ég vil oftast klára hlutina með hraði. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta mun taka tíma og ég má ekki drífa mig um of.“

„Líkaminn þarf sinn tíma til þess að jafna sg og ég þarf að hlusta vel á líkamanna. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi kem ég bara sterkari tilbaka eftir þetta,“ sagði Gylfi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu

Sádarnir vilja heimsmeistarann – Ekki sá eini sem er til sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
433Sport
Í gær

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Í gær

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Í gær

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Í gær

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær