fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Þetta er áramótaheit Mark Zuckerberg

Auður Ösp
Mánudaginn 8. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook setur markið hátt fyrir árið 2018 og ætlar sér að tækla ýmis vandamál sem steðja að heiminum í dag. Þetta kemur fram í nýjustu færslu hans á samfélagsmiðlinum.

Forstjórinn ungi hefur frá árinu 2009 birt facebookfærslu í upphafi hvers árs og greint frá áramótaheitum sínum sem hann kallar „áskoranir.“ Meðal annars hefur hann skorað á sjálfan sig að ganga með bindi á hverjum degi, læra að tala mandarín og eitt árið setti hann sér það markmið að neyta einungis kjöts frá dýrum sem hann hafði sjálfur slátrað.

Á seinasra ári setti Zuckerberg sér það markmið á seinasta ári að heimsækja hvert einasta fylki í Bandaríkjunum og hafa í kjölfarið heyrst vangaveltur þess efnis að hann stefni á forsetaembættið í framtíðinni.

Áramótaheiti hans fyrir árið 2018 snýr að þessu sinni ekki að einkalífi hans heldur að Facebook. Í umræddri færslu segir hann að þegar hann byrjaði að setja sér áskoranir árið 2009 hafi verið mikil efnahagskreppa og Facebook var þá ekki farið að skila hagnaði. Facebook þurfti varanlegt viðskiptamódel og árið 2009 var að sögn Zuckerberg „alvarlegt.“

„Dagurinn í dag minnir um margt á þetta fyrsta ár. Heimurinn er áhyggjufullur og klofinn og Facebook á mikið verk fyrir höndum, hvort sem það er að vernda samfélagið okkar fyrir misnotkun og hatri verjast afskiptum ríkja eða að sjá til þess að tíma sem varið sé á Facebook sé vel varið,“ skrifar Zuckerberg og bætir við að áskorun hans fyrir árið 2018 sé að einblína á það tækla þessi málefni. Hann segir jafnframt að áskorunin virðist á yfirborðinu ekki vera mjög persónuleg en með því að einblína á þessi málefni muni það um leið vekja upp ýmsar spurningar hvað varðar sagnfræði, pólitíska heimspeki, fjölmiðla og tækni.

„Við getum ekki komið í veg fyrir öll mistök eða misnotkun en eins og staðan er í dag þá gerum við of mikið af mistökum við að reyna að ð koma stefnumiðum okkar áfram einhverju áfram eða koma í veg fyrir þau séu meðhöndluð á rangan hátt. Ef við náum árangri á þessu ári þá munum við ljúka árinu 2018 á mun farsælli braut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum