fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stígur fram og varpar nýju ljósi á einn frægasta skilnað heims

Segir Katie Holmes hafa óttast að missa dóttur sína í hendur Vísindakirkjunnar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 10. maí 2016 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða þess að Katie Holmes skildi við Tom Cruise á sínum tíma var sú að hún óttaðist enda eins og fyrrum eiginkona Cruise, Nicole Kidman. Þá óttaðist hún að Vísindakirkjan myndi ná að heilaþvo dóttur hennar svo rækilega að hún myndi snúast gegn henni. Parið var gift sex ár áður en Katie gekk út árið 2012.

Faðir David Miscavige,en David er leiðtogi Vísindakirkjunnar, kom nýlega fram í viðtali við Daily Mail Online og lýsti þar ítarlega hvernig sérstrúarsöfnuðurinn stýrði lífi parsins á meðan á hjónabandi þeirra stóð. Mun Katie hafa óttast að ef að dóttir hennar Suri, sem nú er 10 ára, myndi alast upp innan Vísindakirkjunnar þá væru góðar líkur á því að hún myndi snúa við sér baki, en reglur Vísindakirkjunnar kveða á um meðlimir megi ekki vera í sambandi við þá sem hafa yfirgefið söfnuðinn. Skiptir þá engu þó að um foreldra viðkomandi sé að ræða. Óttaðist Katie að samband hennar og Suri myndi verða líkt og hjá Nicole Kidman, fyrrum eiginkonu Cruise og dóttur hennar Bellu en þær mæðgur hafa ekki talast við í mörg ár.

Þá segir hann Cruise hafa verið „gríðarlega stjórnsaman“ og að Katie hafi engu ráðið þegar kom að hjónaband þeirra og lífi. „Hver einasta smáatriði þurfti að vera eftir hans höfði.“

Segir hann að hjónabandið hafi verið endanlega dauðadæmt þegar hópur meðlima safnaðarins flutti inn á heimili þeirra hjóna í Los Angeles, í þeim tilgangi að snúast í kringum Cruise og allar hans þarfir, enda hefur Cruise lengi vel verið nokkurs konar andlit safnaðarins út á við.

Hin umdeilda Vísindakirkja var stofnuð fyrir rétt rúmum sex áratugum af vísindaskáldsagnahöfundinum L. Ron Hubbard og ganga kenningar kirkjunnar í stuttu máli út á að menn séu ódauðlegar verur sem hafa gleymt eðli sínu. Markmið trúarinnar á að vera að losa mann við slæmar minningar og atburði þannig að maður geti starfað eftir fullri getu. Kirkjan hefur löngum verið gagnrýnd fyrir ýmsa hluti, til dæmis gríðarlega háan félagskostnað og afstöðu sína til geðlækninga, sem kirkjan telur vera af hinu illa. Þá eru margir þekktir einstaklingar meðlimir í kirkjunni fyrir utan Tom Cruise, svosem John Travolta, Kirstie Alley, Jenna Elfman, Elisabeth Moss, Ann Archer and Giovanni Ribisi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“