fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Velkomin til Pailin – Bær morðingjanna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helmingurinn af íbúum bæjarins Pailin í Kambódíu eiga sér vægast sagt vafasama fortíð en þeir voru liðsmenn Rauðu khmeranna, sveita Pol Pots sem stóðu fyrir einu hryllilegasta þjóðarmorði sögunnar í lok áttunda áratugarins. 1,7 milljónir manna, eða fjórðungur landsmanna, lét lífið í tíð ógnarstjórnar Pol Pots.

Fæstir þessara íbúa Pailin, sem eiga sér svona blóðuga fortíð, eiga á hættu að hinn langi armur laganna muni ná til þeirra. Sárafáir liðsmenn Rauðu khmeranna hafa þurft að svara til saka fyrir ódæðisverk sín en hinir fara frjálsu höfði í Kambódíu og lifa lífi sínu. Flestir þeirra búa í landamærabænum Pailin sem er ekki að ástæðulausu nefndur Bær morðingjanna.

Í litlu timburhúsi í útjaðri bæjarins býr Meas Muth. Flestir bæjarbúa vita hver hann er. Hann var yfirmaður sjóhers Kambódíu á valdatíma Rauðu khmeranna. Ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómstól fyrir þátt hans í þjóðarmorðinu. Hann er meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni, pyntingar, ofsóknir, mannrán, þrælahald, nauðungarhjónabönd, nauðganir, morð af yfirlögðu ráði og fjöldamorð og það mikilvægasta: Þjóðarmorð.

Vegurinn til Pailin.
Vegurinn til Pailin.

En hann hefur ekki verið handtekinn og mætir ekki fyrir dóm þegar hann er kallaður þangað. Hann heldur sig aðallega í húsinu sínu og situr oft á veröndinni og reykir.

Næstráðandinn og sá þriðji æðsti

Ekki langt frá húsi Meas Muth er landareign Ieng Sarys. Hann var einnig ákærður fyrir þjóðarmorð en þegar hann lést 2014 hafði hann ekki hlotið dóm. Sömu sögu er að segja af eiginkonu hans, Ieng Tirith, en þessi háværa litla kona var félagsmálaráðherra í stjórnartíð Rauðu khmeranna. Þegar hún lést á síðasta ári fylgdu mörg þúsund bæjarbúar henni til grafar.

Nuon Chea á einnig hús í nágrenninu. Hann var næstráðandinn í Rauðu khmerunun, aðeins Pol Pot var hærra settur. Pol Pot var aldrei færður fyrir dóm vegna brota sinna en hann lést 1998. Nuon Chea er enn á líf að sögn Danska ríkisútvarpsins, hann er kallaður Bróðir númer tvö.

Hann er þó ekki í húsinu sínu því hann situr í gæsluvarðhaldi. Það sama á við um Bróðir númer þrjú, þann þriðja hæst setta í hreyfingunni, Khieu Samphan en hann var forseti á meðan ógnarstjórnin var við völd.

Höfuðkúpur fórnarlamba rauðu Khmeranna.
Höfuðkúpur fórnarlamba rauðu Khmeranna.

Gerðu samning við ríkisstjórnina

Það er fyrst núna, 37 árum eftir að Rauðu khmerarnir hrökktust frá völdum, að byrjað er að draga þá fyrir dóm. Eftir þjóðarmorðið sömdu khmerarnir við ríkisstjórnina sem var langþreytt eftir borgarastríðið. Ríkisstjórnin bauð khmerunum friðhelgi ef þeir legðu niður vopn.

Það gerðu þeir og í þakklætisskyni lét ríkisstjórnin þeim eftir landssvæði þar sem þeir gátu reist sinni eigin bæ þar sem þeir fóru með fulla stjórn. Þannig varð Pailin til. Um helmingur íbúanna 70.000 eru fyrrum liðsmenn Rauðu khmeranna, þar á meðal stjórnmálamenn, kaupsýslumenn, lögreglustjórinn, ferðamálastjórinn og góður hluti af mektarborgurum bæjarins.

Velkomin(n) til Pailin: Bæjar morðingjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“