fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Kate Hudson á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 6. október 2017 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kate Hudson skellti sér út á lífið í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum DV er þessi 38 ára leikkona hér á landi.

Heimildir herma að Kate hafi sést á Pablo Discobar í Veltusundi í gærkvöldi þar sem hún var með hópi vina. Virtist Kate í góðu skapi og sást hún meðal annars stíga spor á dansgólfinu. Ekki er vitað hvort Kate sé hér á landi í einhverjum sérstökum erindagjörðum eða hvort hún sé einfaldlega hér á landi í fríi.

Kate vakti talsverða athygli á dögunum þegar hún skartaði nýrri hárgreiðslu á Urbanworld-kvikmyndahátíðinni í New York í lok september. Ljósu lokkarnir höfðu fengið að fjúka og raunar mest allt hárið líka. Hudson var viðstödd hátíðina vegna nýjustu myndar sinnar, Marshall, sem frumsýnd var á hátíðinni.

Kate Hudson hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta leikkona Hollywood og hefur hún einu sinni verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Það var árið 2001 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Almos Famous. Þú hún hafi ekki unnið Óskarinn vann hún Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki

Náðu að svindla yfir hundrað milljónum af íslensku fyrirtæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga