fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Skarta nöfnum íslenskra kvenskörunga

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bombardier flugvélar Flugfélags Íslands munu skarta nöfnum þekktra kvenskörunga frá fyrstu árum Íslandsbyggðar. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar nafn fyrstu flugvélarinnar var afhjúpað.

Efnt var til nafnasamkeppni meðal almennings í tilefni af komu flugvélanna hingað til lands og bárust tæplega 6.000 tillögur. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir tillögurnar og eftir mikla yfirlegu og vangaveltur var ákveðið að verðlauna tillögu um að nefna fyrstu fimm vélarnar eftir þekktum kvenskörungum frá fyrstu árum Íslandsbyggðar.

„Þátttakan fór fram úr björtustu vonum okkar og ég er sannfærður um að verðlaunatillagan á eftir að falla vel í kramið bæði hjá Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum. Vinningshafinn fær að launum flug fyrir tvo til Ilulissat á Grænlandi ásamt gistingu í tvær nætur og er andvirði ferðarinnar hátt í 250.000 krónur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Það var Ólafía Þ. Stefánsdóttir sem sendi inn tillöguna sem varð fyrir valinu. Ólafía býr á Seyðisfirði, og flaug í boði Flugfélagsins til Reykjavíkur.

Við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli var nafn fyrstu vélarinnar svo afhjúpað, en það er Auður djúpúðga, líklega frægasta landnámskonan, sem þótti afbragð annarra kvenna, útsjónarsöm og djúpvitur. Hin fjögur nöfnin sem aðrar flugvélar Flugfélags Íslands munu skarta eru Arndís auðga, sem nam land í Hrútafirði, Hallgerður langbrók, frægasta kvenhetja Íslandssögunnar, Þuríður sundafyllir sem nam land í Bolungavík og Þórunn hyrna, sem nam land í Eyjafirði ásamt manni sínum Helga magra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“