
Sautján ára gömul stúlka í Galveston, Texas, hefur játað að hafa myrt móður í félagi við 18 gamlan kærsta sinn. Sakborningurinn heitir Tara King og var hún dæmd í ævilangt fangelsi þann 5. janúar síðastliðinn.
Þann 6. febrúar árið 2025 höfðu nágrannar hinnar 61 árs gömlu Tammy King samband við félagsmálayfirvöld og báðu um að aðstæður á heimili hennar yrðu kannaðar þar sem þau hefðu hvorki heyrt hana né séð í marga daga. Er lögregla koma á vettvang kom í ljós að Tammy hafði verið skotin til bana og hafði líklega verið dáin í marga daga.
Frekari rannsókn leiddi í ljós að skotvopn og reiðufé höfðu verið tekin úr íbúðinni.
Lýst var eftir Töru King og kærasta hennar, Uriah Urick, og fundust þau í bænum Laredo í Texas. Þar höfðu þau reynt að breyta útliti sínu og höfðu litað hár sitt. Höfðu þau reynt að fá fólk að keyra sig út úr Texasríki gegn greiðslu.
Yfirheyrslur leiddu í ljós að Tammy King hafði verið myrt í kjölfar rifrildis við barnabarn sitt þar sem Tara vildi ekki fara í skólann.
Ungmennin þurfa nú að gjalda fyrir þennan glæp með ævilöngu fangelsi.
Sjá nánar hér.