
Um var að ræða fangaskipti á milli ríkjanna en Vinatier hlaut náðum frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta á dögunum. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skrá sig ekki samkvæmt rússneskum lögum um erlenda erindreka og þá var hann til rannsóknar í njósnamáli.
Frönsk stjórnvöld höfðu lýst handtöku hans handahófskenndri og neituðu því staðfastlega að hann hefði nokkur tengsl við frönsku utanríkis- eða leyniþjónustuna.
Kasaktin, sem er körfuboltamaður, var handtekinn í París sumarið 2024 á grundvelli bandarískrar handtökuskipunar. Hann var sakaður um aðild að gagnagíslatökuárásum þar sem hugbúnaði er komið fyrir í tölvukerfum og þeim læst.
Kasatkin hefur neitað ásökununum og hefur lögmaður hans sagt að hann skorti tæknilega færni og hafi óafvitandi notað tæki sem var undir stjórn netglæpamanna.