fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Þetta verður nafnið á veitingastað Auðuns Blöndal

Fókus
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaður Auðuns Blöndal og konu hans, Rakelar Þormarsdóttur, hefur fengið nafn og er vonast til að hægt verði að opna staðinn í lok febrúar.

Greint var frá því seinni hluta síðasta árs að Auðunn hefði í hyggju að opna veitingastað í verslunarkjarnanum í Grímsbæ. Um er að ræða notalegan hverfisstað eins og fram kom í frétt Vísis í september síðastliðnum.

„Konseptið er hverfisstaður, notalegur staður í hverfinu í anda Kaffi Vest og Yndisauka,“ sagði Auðunn við Vísi.

Veitingastaðurinn mun fá nafnið Fossinn og auglýsir Auðunn eftir starfsfólki í hverfisgrúppunni 108 RVK á Facebook. Í færslu sinni segir Auðunn bæði sé leitað að matreiðslufólki og fólki í sal, en ekki er skilyrði að vera búinn með kokkanám.

Hann segir síðan í athugasemd að vonandi verði hægt að opna staðinn í seinni hluta febrúarmánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svaf hjá kærastanum og fyrrverandi á sama sólarhringnum – Nú er hún í vandræðum

Svaf hjá kærastanum og fyrrverandi á sama sólarhringnum – Nú er hún í vandræðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi

Sérfræðingur segir að það séu fjórar reglur þegar kemur að því að bjarga hjónabandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi