fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn

Fókus
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 11:30

Ragga Nagli. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að láta nýjar heilsuvenjur á nýju ári snúast um að byggja og borða í staðinn fyrir að svelta og svitna. Hún ræðir um málið í færslu á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

Sjá einnig: Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

„Mörg labba útúr rækt löðursveitt eins og grís á teini eftir þolæfingar eða hringþjálfun með engum hvíldum, tætt og tjásuð með kortisólmarineraðan skrokk og halda ranglega að það sé eina leiðin til að brenna fitu.

En með því að rífa í járn af krafti, og senda þannig skilaboð um að vöðvarnir kalli út aukamannskap til að byggja nýjan vef, taka góðar hvíldir milli setta til að geta rifið jafn hart aftur. Eftir að þú refsar lóðunum er líkaminn í prótínmyndun, hreinsun á mjólkursýru og vöðvabyggjandi fasa í 24-72 tíma. Sem þýðir hærri grunnbrennsla næstu í 2-3 daga á eftir. Sem gerist ekki eftir svitastorkna tíma þar sem við hömumst eins og grís á teini í 45-60 mínútur sleitulaust á miðlungsákefð,“ segir Ragnhildur.

Hún vill sjá fólk einbeita sér frekar að því að borða og byggja upp vöðva frekar en að svelta sig og svitna á endalausum þolæfingum. „Æfa til að verða sterkari og betri,“ segir hún.

„Með því að einblína á lyftingar æfirðu og fóðrar skrokkinn fyrir hámarks frammistöðu til að verða stærri og sterkari.“

Hún telur upp nokkur atriði máli sínu til stuðnings:

  • „Vöðvar vernda beinin
  • Betra hormónajafnvægi
  • Aukið sjálfstraust
  • Betri blóðsykursjafnvægi
  • Járnrífingar hækka grunnbrennslu
  • Frammistaða fram yfir útlit
  • Heilbrigðara samband við mat
  • Meira sjálfstæði á efri árum
  • Aukin lífsgæði
  • Bætir svefn
  • Lægra hlutfall fitu og hærra hlutfall vöðva“

Að lokum segir hún: „Þegar við breytum hugarfari frá endalausu ströggli að verða minni og mjórri yfir í að æfa til að verða stærri, sterkari og betri er algjör leikbreytir fyrir heilsu, sjálfstraust og sjálfsöryggi.“

Sjá einnig: Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Lestu allan pistilinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“