fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn reyndi fjölmiðlamaður Björn Þorláksson deildi fallegri sögu á Facebook-síðu sinni í morgun. Málið varðar atvik sem átti sér stað í desember þegar Björn var á ferðalagi á milli Danmerkur og Oslóar.

Björn varð fyrir því óláni að gleyma veskinu sínu um borð í flugvélinni, en í því voru meðal annars ökuskírteini, kort og fleira.

Hann fékk tölvupóst í morgun frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn þess efnis að veskið hefði fundist – einhver velviljaður hafði haft fyrir því að skila veskinu á lögreglustöð.

„Þaðan spann fjöldi góðhjartaðra einstaklinga og opinberra starfsmanna fallegan vef sem endar með því að græna veskið, sem ég keypti á Madeira til að styrkja fátæk börn á þeirri fögru eyju, verður nú sent mér með pósti. Mér skilst meira að segja að einn þvældur íslenskur fimmhundruðkall í veskinu hafi ekki verið snertur,“ segir Björn í færslu sinni.

„Í þeirri viðsjá sem nú skekur heiminn og ýmis illvirki í fréttum, hættir sumum okkar í byrjun þessa fallega árs til að gleyma að fólk er almennt gott og ábyrgt. Og annað: Opinber þjónusta hjálpar borgurum að finna sjálfa sig og peningaveskin í kjölfar ósýnilegra góðverka almennings þegar allt er eins og það á að vera. Og þennan morgun líður mér eins og allt sé eins og það á á að vera,“ segir Björn sem endar færslu sína á þessum orðum:

„Ég ætla að draga lærdóm af þessari fallegu samfélagssögu og finnst full ástæða til að deila henni áfram…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara