

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur og tónlistarkonan Jann Arden eru trúlofaðar. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís Elva á samfélagsmiðlum og birtir myndir af þeim saman.
View this post on Instagram
Þórdís Elva (45) og Arden (63) hafa verið saman síðan í apríl en Þórdís Elva skildi við Víði Guðmundsson, tónlistarmann og leikara, síðla árs 2023.
Parið kynntist á vinnustofu sem Þórdís Elva hélt í apríl á síðasta ári og mætti Þórdís Elva síðan í hlaðvarpsþátt Arden í maí.
Sjá einnig: Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“
Arden er ein þekktasta söngkona Kanada, meðal annars fyrir lagið Insensitive, sem er hennar vinsælasta lag. Hún hefur einnig gefið út metsölubækur og heldur úti hlaðvarpi eins og áður sagði.