

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Ísland féll í C-deild Þjóðadeildarinnar og mistókst að komast í umspil um sæti á HM á árinu. Það er þó margt jákvætt í kringum karlalandsliðið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og var farið í það í þættinum.
„Það er fullt jákvætt. Ísak Bergmann og Hákon Arnar eru 2003 módel. Orri Steinn spilaði ekkert í undankeppninni, hann er 2004 módel. Framtíðin er björt fram á við,“ sagði Kristján.
„Sverrir Ingi þarf einhvern í vörnina með sér, það þarf að spila vörn líka. Maður sér kannski ekki í fljótu bragði að margir geti komið inn og leyst það fyrir okkur. Við erum með tvo mjög frambærilega markmenn.
Arnar er mjög frambærilegur þjálfari og þessir leikir á móti Frökkum voru mjög góðir. Við skorum jöfnunarmark í París sem hefði aldrei verið tekið af hinum megin. Ég trúi að Arnar muni finna rétta blöndu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.