fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Pressan
Sunnudaginn 4. janúar 2026 20:30

Ashlee Buzzard kom nýlega fyrir dóm. Mynd: Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug kona í Santa Barbara í Kaliforníu, að nafni Ashlee Buzzard, hefur verið handtekin eftir að skothylki sem fundust nálægt líki dóttur hennar reyndust sömu gerðar og skothylki sem fundust á heimili móðurinnar.

Lík hinnar níu ára gömlu Melody Buzzard fannst 6. desember í óbyggðum Utah. Karl og kona sem voru að taka myndir fundu líkið og höfðu samband við lögreglu. Rannsóknarlögreglumenn gátu ekki borið kennsl á líkið strax en komust að þeirri niðurstöðu að stúlkan hefði verið skotin í höfuðið.

Þann 14. október tilkynntu skólayfirvöld um fjarvistir Melody frá skóla. Lögreglumenn fóru þá heim til móður hennar en hún vildi ekki segja þeim hvar dóttir hennar væri. Viku áður höfðu mæðgurnar farið í langa bílferð, fóru þær alla leið til Nebraska (frá Santa Barbara í Kaliforníu) og tóku ferðahlé í Arizaona og Utah. Gögn úr eftirlitsmyndavélum leiddu í ljós að þær breyttu um útlit á leiðinni og báru mismunandi hárkollur.

Einnig skipti Ashlee um bílnúmersplötu á bílnum sem hún ók, en hann var frá bílaleigu. Þann 10. október, þremur dögum eftir brottför, sneri hún aftur heim, en án Melody.

Hún situr núna í gæsluvarðhaldi og er sterklega grunuð um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Ashlee hefur neitað sök.

Bill Brown, lögreglustjóri í Santa Barbara, segir að það sé afar sjaldgæft að móðir myrði sitt eigið barn og erfitt sé að skilja slíkan verknað. Hann segir glæpinn hafa verið þaulskipulagðan og að yfirlögðu ráði en ekki er vitað um ástæðu fyrir morðinu.

„Melody átti skilið betra líf en það sem hún upspskar,“ segir Brown.

Nánar má lesa um málið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin