

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Arnar Gunnlaugsson tók við íslenska karlalandsliðinu í byrjun árs en þurfti að spila fyrsta skráða heimaleikinn á Spáni þar sem Laugardalsvöllur var ekki klár.
„Ekki bara það að þetta hafi verið harmleikur, þá þurfti að spila á Spáni. Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki. Það setti tóninn,“ sagði Kristján, en Ísland tapaði einvíginu illa og féll í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Síðan er komið glæsilegt hybrid gras á Laugardalsvöll, þar sem Breiðablik hefur til að mynda spilað á í Sambandsdeildinni í vetur.
„Nú er völlurinn klár og Blikar voru að spila þarna í desember,“ sagði Kristján.
Umræðan í heild er í spilaranum.