

Áramótaskaupið er eins og flestir vita tæplega klukkutímalangur gamanþáttur í RÚV á gamlárskvöld þar sem hent er grín að helstu fréttamálum ársins.
Þátturinn hefur verið á dagskrá frá stofnun sjónvarpsstöðvarinnar árið 1966 en gengið undir ýmsum heitum, svo sem Þjóðskinna, Gamlársgleði, Góða veislu gjöra skal og Hvað er í kassanum?
Margir af helstu leikurum, leikstjórum og handritshöfundum landsins hafa komið að gerð skaupsins í gegnum tíðina og flestir Íslendingar hafa á því skoðun. Má segja að þetta sé ein helsta menningarhefð landsins.
Frá árinu 2013 má segja að það hafi myndast sérstök hefð innan áramótaskaupsins, það er lokalag skaupsins. Má segja að áhorfendur séu með jafn mikinn spenning í maganum fyrir því að heyra það eins og að sjá skaupið sjálft. Líkt og með skaupið eru þessi lög misvinsæl hjá landsmönnum. En hvert er besta lokalag áramótaskaupsins?
2013: „Springum út“ – Steindi jr. og Baggalútur
2014: „Klappa“ (Happy) – Unnsteinn Manúel (hefst 44:10)
2015: „Allir með“ – Steindi jr. og Egill Ólafsson
2016: „Best í heimi“ (Can´t Stop the Feeling) – Katrín Halldóra Sigurðardóttir (hefst 43:10)
2017: „Seinni tíma vandamál“ – Daði Freyr
2018: „Næsta“ – Jói Pjé og Króli, GDRN og Sprite Zero Klan
2019: „Ekki nokkuð“ – Prins Póló
2020: „Klárum þetta saman“ – Frikki Dór, Salka Sól, Stefán Hilmarsson og Ragnhildur Gísladóttir (hefst 51:55)
2021: „Ef þú hugsar eins og ég“ – Unnsteinn Manúel og Flott
2022: „Búið og bless“ – Bríet, Páll Óskar, Aron Can
2023: „Koss á þig“ – Herra Hnetusmjör
2024: „Íslenski draumurinn“ – Bríet, Unnsteinn Manúel og Logi Pedró (hefst 48:55)