fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Samherjamálið: Segist hafa fengið boð upp á 400 milljónir króna fyrir þögn sína

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. desember 2025 16:30

Sharon er einn af uppljóstrurum í Samherjamálinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lykilvitni í Samherjamálinu, Sharon Neumbo að nafni, segist hafa fengið boð um 400 milljóna króna greiðslu til að þegja um starfsemi Samherja í Namibíu.

Blaðið The Namibian greinir frá þessu.

Neumbo er vitni í Samherjamálinu svokallaða í Namibíu, er stjórnarformaður félags sem starfaði með Samherja þar í landi og er uppljóstrari í málinu. Í 73 síðna vitnaskýrslu hennar segist hún hafa fengið upp á 54,4 milljón namibískra dollara, sem samsvarar um 400 milljónum íslenskra króna, fyrir að þegja um málið.

Málið hefur verið rannsakað bæði í Namibíu og á Íslandi og hafa starfsmenn héraðssaksóknara farið til Namibíu til þess að taka af henni vitnaskýrslu.

Sjá einnig:

Vilja að Egill og Aðalsteinn verði framseldir úr landi

Að sögn Neumbo var henni boðin upphæðin í nokkrum greiðslum fyrir að þegja um starfsemi Samherja í Namibíu árið 2016. Sagði hún að sá sem hafi boðið henni greiðslurnar hafi verið Egill Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu. Eins og greint var frá árið 2021 þá vildu namibísk stjórnvöld fá Egil framseldan í málinu, ásamt Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu en íslensk yfirvöld höfnuðu framsali.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku