
Landsliðsmenn, núverandi og fyrrverandi, minnast Age Hareide líkt og fleiri eftir að tilkynnt var um andlát fyrrum landsliðsþjálfarans í gær.
Hareide hafði verið að glíma við krabbamein í heila og greindi sonur hans, Bendik, frá andláti þessa reynslumikla og sigursæla þjálfara í gær.
Meira
Age Hareide er látinn
„Hvíldu í friði goðsögn. Frábær þjálfari en fyrst og fremst yndisleg manneskja,“ skrifar Jóhann Berg Guðmundsson.
„Fyrirmyndarmanneskja, þjálfari og herramaður. Takk fyrir allar minningarnar,“ skrifar Alfreð Finnbogason.
Mun fleiri taki í svipaðan streng, en hér að neðan er aðeins brot af kveðjum landsliðsmanna til síns fyrrum þjálfara.





