fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. desember 2025 12:00

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra í máli bíleiganda. Eigandinn hafði flutt bílinn tímabundið úr landi, nánar tiltekið með ferjunni Norrænu en var þrátt fyrir brottför úr landi rukkaður um kílómetragjald. Hafði eigandinn gert þau mistök að skrá ekki rafrænt stöðu akstursmælis bílsins fyrir brottförina.

Kærði eigandinn úrskurð ríkisskattstjóra um að hann skyldi borga kílómetragjald af bílnum fyrir tímabil sem varði frá september 2024 og fram í miðjan maí 2025. Ljóst er að um rafmagns- eða tengiltvinnbíl er að ræða þar sem ekki verður innheimt kílómetragjald af annars konar ökutækjum fyrr en á árinu 2026. Ríkisskattstjóri hafnaði beiðni mannsins um undanþágu frá greiðslu gjaldsins vegna tímabundins flutnings úr landi. Vísaði ríkisskattstjóri til ákvæða laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða um að skrá yrði kílómetrastöðu ökutækis við brottför frá landinu en það hefði eigandinn ekki gert fyrr en eftir að hann sneri aftur til landsins með bílinn.

Á umræddu tímabili var bíllinn keyrður um 15.300 kílómetra. Sagðist eigandinn hafa tilkynnt ríkisskattstjóra við endurkomu sína til landsins hver staða kílómetramælisins var þegar hann fór úr landi og hver staðan var þegar hann kom aftur. Auk þess hafi verið lögð fram bókunarstaðfesting frá Smyril Line, sem heldur úti siglingum á Norrænu, vegna ferðar frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku. Hann hafi haft sama hátt á við tímabundinn flutning ökutækisins til útlanda á árinu 2023 og þá hafi kílómetragjald verið fellt niður.

Staðfesting

Ríkiskattstjóri sagði í sínum andsvörum að þegar eigandinn fór með bílinn úr landi 2023 hafi verið fallist á niðurfellingu kílómetragjalds vegna tímabilsins janúar 2024 til maí 2024 þar sem sýnt hefði verið fram á fram á það með gögnum frá Smyril Line að bifreiðin hafi verið stödd erlendis við gildistöku áðurnefndra laga. Kílómetrastaða bílsins hafi þá verið skráð í janúar og svo aftur við komuna til Íslands í maí. Skilyrði laganna um undanþágu frá kílómetragjaldinu hafi þar af leiðandi, í því tilfelli, verið uppfyllt.

Eigandinn svaraði þessu þannig að í þetta seinna skipti sem hann fór með bílinn úr landi hafi ljósmyndir  verið lagðar fram af akstursmæli bifreiðarinnar sem hafi verið teknar við skipshlið ferjunnar, þ.e. áður en lagt var af stað frá landinu og aftur við heimkomu, eins og dagsetningar ljósmyndanna beri með sér.

Fortakslaust

Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að samkvæmt lögum um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða sé það fortakslaust skilyrði undanþágu frá greiðslu kílómetragjalds af bifreið, sem flutt hefur verið tímabundið úr landi, að eigandi eða umráðamaður skrái stöðu akstursmælis bifreiðar bæði við brottför frá landinu og við komu til landsins.

Fyrir liggi að eigandinn hafi ekki farið eftir þessu við flutning bifreiðarinnar til útlanda í september 2024. Þá verði ekki séð að ákvæði laganna, sem girði fyrir rafræna skráningu eiganda á stöðu akstursmælis innan 30 daga frá síðustu skráningu mælisins, hafi torveldað skráningu í tilviki eigandans, en fram komi í ákvörðun ríkisskattstjóra að síðasta skráning á stöðu mælis bifreiðarinnar fyrir flutning hennar til útlanda hafi átt sér stað í apríl 2024.

Með vísan til þessa var krafa eigandans um undanþágu frá kílómetragjaldinu, fyrir þann tíma sem bíll hans var í notkun erlendis, frá september 2024 og fram í maí 2025, hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda