

Bændablaðið heldur áfram að gefa í dálkinum Einkamál, þar sem iðulega birtast auglýsingar frá þeim sem mögulega eru orðnir leiðir á öppum fyrir einhleypa, sópa endalaust til hægri án nokkurra gefandi samskipta og reyna því aðra leið.
Í blaðinu sem kom út í dag, 18. desember, biður kona á miðjum siðprúða og heiðarlega menn sem mögulega drjúpa ekki af hverju strái að gefa sig fram. Konan vill mann sem heldur sig við eina konu, er einhleypur og fær um eðlileg samskipti.
„Skemmtileg kona á fimmtugsaldri biður siðprúða og heiðarlega karlmenn að gefa sig fram, séu þeir til. Henni fylgir land, hross og tilheyrandi vesen. Frumskilyrði að vera ólofaður, nægja ein kona og hafa þekkingu á eðlilegum samskiptum. Þolinmæði kostur. Kynningarbréf ásamt vottuðum meðmælum sendist á manaskal@gmail.com.“