fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Birgir sár út í Pál Óskar: „Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. desember 2025 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. Að koma á þennan vettvang var svo óhugnanlegt að það er varla hægt að lýsa því,“ segir Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður, í nýjasta þætti Dagmála á mbl.is.

Fjallað er um efni þáttarins á mbl.is, en tilefni orða Birgis eru ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar í Bítinu á dögunum sem Vísir fjallaði um. Þar var rætt við Pál Óskar um Eurovision og það hvort Ísland ætti að senda sitt framlag í keppnina í ljósi þátttöku Ísraels. Á þessum tímapunkti var ekki búið að taka ákvörðun um að sitja heima.

Sjá einnig: Birgir segir börn víst hafa verið afhöfðuð

Í þættinum sagðist Páll Óskar ekki „nenna að hlusta á sjöunda október rökstuðninginn enn og aftur“.

Lét Páll Óskar þessi orð falla eftir að hann benti á að Rússum hefði verið vikið úr Eurovision fyrir að ráðast á Úkraínu. Heimir Karlsson spurði hann hvort það væri raunverulega sambærilegt og benti honum á að í tilviki Ísraels hefði Hamas ráðist á þá.

Eins og fjallað hefur verið um var Birgir einn af 16 þingmönnum frá ýmsum Evrópulöndum sem fóru til Ísraels eftir voðaverk Hamas í október 2023. Hann hefur lýst þeim hörmungum sem fyrir augu bar og í Dagmálum segir hann að þetta sé lífsreynsla sem hann muni aldrei gleyma. Hann gagnrýnir ummæli Páls Óskars og segist tilbúinn að hitta hann til að fara yfir málið.

„Mér finnst þetta ákaflega sorgleg ummæli og í rauninni forkastanleg. Ég vildi óska þess að Páll Óskar hefði komið með mér til Ísraels og ég er sannfærður um að ef hann hefði gert það þá hefði hann aldrei látið þessi orð falla,“ segir hann meðal annars í þættinum.

Nánar er fjallað um málið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”