
Það hafa öll spjót staðið á Guðmundi Inga Kristinssyni, barna- og menntamálaráðherra, núna í loks árs og er hann kominn í veikindaleyfi. Við spurðum Ellý: „Hvernig sérðu 2026 hjá honum og mun hann snúa aftur í ráðherrastól?“
„Ég hef áhyggjur af heilsufari hans og honum líður ekki vel. Það er erfitt að fara í gegnum veikindi. Þetta er hárrétt hjá honum að draga sig til baka, en það er einhver sem er yngri sem kemur í hans stað. [Guðmundur] þarf að taka sér tíma til að jafna sig, og ekki veit ég hvort hann sest aftur í ráðherrastólinn, af því að hann er að takast á við erfið veikindi. Og við sendum honum bara ljós,“ segir Ellý og sendir Guðmundi ljós og bætir við að hún sjái hann ekki aftur í ráðherrastól.
Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.
Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:
Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina
Valdamikið ár í vændum fyrir Snorra
Auddi Blö er bara rétt að byrja
Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot