fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

433
Miðvikudaginn 17. desember 2025 11:25

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson, þjálfari karlaliðs Hauka, er ekki sáttur við fréttaflutning af því að félagið ætti sér þann draum að fá Sigurð Egil Lárusson til félagsins.

Í morgun birtist frétt á Fótbolta.net um að Haukar vildu Sigurð, sem rann út af samningi við Val í haust og hefur verið orðaður við nokkur lið. Var vitnað í hlaðvarpið Kjaftæðið, sem birtist á miðlinum.

„Ný lægð í leit að klikkum en fréttamennska er komin á mjög lágt plan , og nú féll síðasta vígið fótbolti.net sem er eini miðillinn sem hingað til hefur ekki birt bull fréttir nema í powerade slúðurdálk,“ skrifar Guðjón hins vegar á samfélagsmiðla.

„Á íslandi þarf að hringja eitt símtal til að fact tékka hluti , svara því hér með að Haukar eru mjög sáttir með hópinn og við erum alls ekki að eltast við Sigga Lár né aðra leikmenn þó ég sé mikill aðdáandi Sigga sem leikmanns enda einn besti leikmaður bestu deildarinnar.

Vonandi endar hann í einum af bestu klúbbum landsinns enda einn sá besti í sinni stöðu og hefur því miður verið illa nýttur síðustu ár. Með von um betri vinnubrögð.“

Samkvæmt heimildum 433.is bað Sigurður Guðjón um að mæta á eina æfingu með Haukum en aðeins til að halda sér í formi á meðan hann finnur sér nýtt lið. Þeir léku saman með Val á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta vill styrkja hópinn til að halda dampi – Tveir leikmenn Real Madrid orðaðir við Arsenal

Arteta vill styrkja hópinn til að halda dampi – Tveir leikmenn Real Madrid orðaðir við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Í gær

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Í gær

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar