fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

433
Miðvikudaginn 17. desember 2025 12:30

Valtýr Björn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Bradley, þjálfari írska liðsins Shamrock Rovers, gagnrýndi Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íra, fremur harðlega hér á landi í síðustu viku.

Ræddi Bradley við fjölmiðla í tilefni leiks Shamrock við Breiðablik í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli, sem Blikar unnu og héldu sér á floti í keppninni á meðan Shamrock er úr leik.

Bradley var ósáttur við Heimi vegna áforma hans um að nota leikmenn úr írsku deildinni í landsliðsverkefni í janúar. Sagði hann ekki koma til greina að Heimir notaði sína leikmenn þar sem þeir þyrftu hvíld eftir erfitt tímabil og fram að því næsta.

„Þessi þjálfari labbar inn í Leifsstöð og ákveður að breytast í óvin þjóðar strax, sturtar sér yfir Heimi Hallgríms og talar niður til okkar. Þetta er bara pappakassi. Þú mætir ekki til Íslands og bókar þrjú stig,“ sagði Haraldur Hróðmarsson um málið í þættinum Mín Skoðun.

Fjölmiðlamaðurinn reynslumikli Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum og baunaði hann einnig vel yfir Bradley. „Maður sem að sturtar yfir Heimi Hallgríms í Leifsstöð, það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi. Þarna fór hann nálægt hjarta Íslendingsins.“

Haraldur tók til máls á ný. „Ef leikmenn hans eiga möguleika á að komast í landsliðið og á stærra svið verður hann bara að kyngja því og leysa það mál,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga