fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarlæknir hefur farið fram á að lögreglurannsókn á andláti knattspyrnumannsins Billy Vigar taki einnig tillit til mögulegrar snertingar milli hans og annars leikmanns í leiknum þar sem slysið átti sér stað.

Vigar, sem var 21 árs og lék með Chichester City, lést 25. september eftir að hafa hlotið alvarlegan heilaskaða í leik gegn Wingate & Finchley í norður-London.

Atvikið átti sér stað 20. september þegar Vigar reyndi að halda boltanum inni á vellinum og skall á steyptan vegg við hliðarlínuna. Hann var fluttur á St. Mary’s-sjúkrahúsið í Westminster en lést fimm dögum síðar.

Á fundi á dögunum óskaði réttarlæknirinn Andrew Walker eftir því að lögreglan víkkaði rannsókn sína og skoðaði nánar eðli snertingar leikmannanna tveggja áður en Vigar skall á vegginn. Rannsókn er enn í gangi.

Samhliða er Barnet-sveitarfélagið að framkvæma rannsókn á heilsu- og öryggismálum. Fulltrúi sveitarfélagsins staðfesti að steypti veggurinn hefði verið fjarlægður af vellinum. Leikmannasamtökin hafa einnig kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu, bæði vegna Vigar og öryggis leikmanna almennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Í gær

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar