
Hlaðvarpsfyrirtæki Gary Lineker, Goalhanger, mun þéna allt að 14 milljónir punda í samstarfi við Netflix á meðan heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í sumar.
Lineker hætti hjá BBC, hann stýrði Match of the Day, í maí en til samanburðar þénaði um 1,35 milljónir punda í árslaun þar.
Lineker, sem er 65 ára gamall, mun stýra hlaðvarpinu The Rest Is Football frá New York á meðan HM stendur. Með honum verða fastir meðstjórnendur, fyrrverandi landsliðsmennirnir Alan Shearer og Micah Richards. Þátturinn verður sýndur daglega á mótinu, í stað þriggja þátta á viku eins og áður.
Hlaðvarpið er eitt það vinsælasta í heimi íþrótta með yfir sjö milljónir hlustana á mánuði. Í þáttunum verða fjölmargir gestir úr knattspyrnuheiminum, auk reglulegra frétta frá herbúðum enska landsliðsins og stuðningsmannasvæðum.