
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir það ekki koma til greina að losa James Trafford í janúarglugganum.
Markvörðurinn gekk aftur í raðir City frá Burnley í sumar og taldi sig vera að landa stöðu alalmarkvarðar hjá stórliðinu.
Þá var Gianluigi Donnarumma hins vegar keyptur frá Evrópumeisturum Paris Saint-Germain og Trafford því smellt á tréverkið.
Hann hefur í kjölfarið verið orðaður strax burt, til að mynda við Newcastle sem áður hafa sýnt honum áhuga.
„James Trafford fer ekki í janúar. Hann verður með okkur út tímabilið, annað kemur ekki til greina,“ segir Guardiola hins vegar um málið.