fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville telur að Manchester United hafi náð að vinna stuðningsmenn sína aftur á sitt band með frammistöðu sinni í fremur kaótísku 4-4 jafntefli gegn Bournemouth á Old Trafford. Kom það eftir tvö töp í röð á heimavelli.

Gegn Bournemouth var hins vear boðið upp á sannkallaðan markaleik, þar sem Amad Diallo, Casemiro, Bruno Fernandes og Matheus Cunha skoruðu fyrir heimamenn. Þrátt fyrir að jafnteflið hafi komið í veg fyrir að United færi upp í efstu fimm sætin í deildinni var Neville afar jákvæður í garð liðsins, sérstaklega vegna viðbragða stuðningsmanna.

„Það var ekkert um baul eftir þennan leik. Eftir leikina gegn Everton og West Hma voru stuðningsmenn óánægðir. En nú sáum við fólk standa eftir leik og klappa fyrir liðinu,“ segir Neville.

Neville hrósaði einnig Ruben Amorim fyrir að leggja áherslu á sóknarsinnaðan og skemmtilegan fótbolta. „Þetta var algjör ringulreið í seinni hálfleik, en góð ringulreið. Fólk kemur á Old Trafford til að fá skemmtun. Jú, þú vilt vinna titla, en stíllinn og frammistaðan skipta gríðarlega miklu hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok