fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher telur að dagar Enzo Maresca hjá Chelsea gætu verið taldir eftir að Ítalinn lýsti síðustu dögum hjá félaginu sem þeim verstu frá komu sinni á Stamford Bridge.

Maresca sagði eftir 2-0 sigur á Everton að hann og leikmenn hefðu ekki fundið fyrir nægilegum stuðningi, orð sem hann hefur síðan neitað að útskýra frekar.

Í Monday Night Football sagði Carragher að þessi ummæli væru skýr skot á eigendur og yfirstjórn félagsins.

„Ég held ekki að Maresca verði stjóri Chelsea á næsta tímabili. Þegar þú ferð opinberlega gegn eigendum, þá er það stórt vandamál. Ég sé hann ekki vera þarna á næsta tímabili,“ sagði hann.

„Það er ekkert óljóst hverjum hann er að beina þessu að. Hann er að tala um eigendur og stjórnendur.“

Carragher gagnrýndi sérstaklega að Maresca skyldi fara með málið í fjölmiðla í stað þess að leysa það innan veggja félagsins.

„Þegar svona hlutir eru teknir opinberlega, þá er yfirleitt bara ein niðurstaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift