

Ásgeir Eyþórsson, varnarmaðru Fylkis, hefur ákveðið að segja þetta gott í boltanum og leggja skónna frægu á hilluna.
„Meiri Fylkismann er vart hægt að finna, en Ásgeir hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár, spilað lykilhlutverk innan vallar sem utan og verið mikill leiðtogi fyrir félagið,“ segir á vef Fylkis.
Ásgeir sem oft er kallaður Seðlabankastjórinn spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2011 og hefur alla sinn feril klæðst appelsínugulu treyjunni. Á ferlinum hefur hann klukkað inn hvorki meira né minna en 350 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 29 mörk.
„Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með glæsilegan feril. Það verður mikil eftirsjá af honum á vellinum, en við hlökkum til að taka á móti honum í nýju hlutverki sem stuðningsmanni liðsins í stúkunni.“
Ljóst er að þetta er áfall fyrir Fylki en liðið ætlar sér upp í Bestu deildina undir stjórn Heimis Guðjónssonar.