

Bróðir Kobbie Mainoo, Jordan Mainoo-Hames, sem er þekktur úr raunveruleikaþættinum Love Island, vakti athygli á Old Trafford þegar hann mætti á leik Manchester United og Bournemouth í treyju þar sem stóð „Free Kobbie Mainoo“.
Leikurinn endaði 4-4 jafntefli, en Mainoo hefur átt í erfiðleikum með að fá mínútur með aðalliði United undanfarið.
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri liðsins, virðist ekki fullkomlega sannfærður um miðjumanninn og hefur svarað gagnrýni á notkun hans með því að segja að Mainoo hafi ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel.

Amorim hefur sætt gagnrýni frá fyrrverandi leikmönnum United á borð við Rio Ferdinand, Paul Scholes og Nicky Butt vegna meðferðar sinnar á 20 ára gamla leikmanninum, sem stefnt er að fari á lán í janúar.
Mainoo kom inn af bekknum í síðari hálfleik gegn Bournemouth, en hefur ekki byrjað leik í úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins spilað 212 mínútur alls.
Jordan Mainoo-Hames, sem tók þátt í Love Island árið 2019, virtist með treyju sinni senda skýr skilaboð til knattspyrnustjórans um að bróðir hans ætti skilið fleiri tækifæri.