fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingarnir Harry Amass og Chido Obi hjá Manchester United brugðust við opinberri gagnrýni frá Ruben Amorim með dularfullum færslum á samfélagsmiðlum.

Á föstudag var Amorim spurður út í takmarkað notkun sína á akademíuleikmanninum Kobbie Mainoo og nefndi í svari sínu bæði Amass og Obi, sem hann taldi ekki vera á því stigi sem krafist væri.

„Ég veit ekki hver framtíðin verður fyrir Mainoo. Sjáum hvað gerist eftir næsta leik,“ sagði Amorim. Hann bætti við að Amass ætti í erfiðleikum í Championship-deildinni og að Obi væri ekki alltaf í byrjunarliði U21 árs liðsins.

Í kjölfarið birti Amass færslu á Instagram-sögu sinni þar sem hann hélt á verðlaunum sem leikmaður mánaðarins hjá Sheffield Wednesday í nóvember, ásamt broskalli.

Færslunni var þó eytt innan fárra mínútna. Samkvæmt Daily Mail Sport er teymi Amass langt frá því að vera sátt við ummæli Amorim.

Obi, sem er meiddur um þessar mundir, svaraði á svipaðan hátt með mynd af sér fagna marki með U21 liði United, greinileg vísun í ummæli Amorim. Sú færsla var einnig fljótt fjarlægð og Obi tók tímabundið Manchester United úr lýsingu sinni á samfélagsmiðlum.

Báðir leikmenn fengu frumraun sína með aðalliði United undir stjórn Amorim á tímabilinu 2024–25, en ummæli stjórans um akademíuna hafa valdið undrun innan félagsins og virðast ekki hafa fallið í kramið hjá leikmönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok