
AC Milan skoðar það að fá Gabriel Jesus frá Arsenal í janúarglugganum ef marka má fréttir frá Ítalíu.
Jesus er að snúa aftur eftir langan tíma frá velinum vegna meiðsla. Hann er þó ekki fyrsti maður á blað hjá Arsenal.
Brasilíumaðurinn gæti því farið annað í leit að reglulegum spiltíma, sér í lagi þar sem HM er framundan næsta sumar.
Milan myndi þó aðeins geta fengið Jesus á láni þar sem félagið á ekki efni á að kaupa hann.
Það yrði meira að segja töluverður baggi fjárhagslega að sjá um launapakka hans á meðan lánsdvöl stæði.