

Brendan Rodgers gæti orðið nýr knattspyrnustjóri Mohamed Salah, samkvæmt nýjustu fregnum um næsta starf hans.
Fyrrverandi stjóri Liverpool var rekinn frá Celtic í október, en gæti snúið fljótt aftur í þjálfunarstörf hjá metnaðarfullu félagi.
Rodgers er að taka við Al-Qadsiah í Sádí Arabíu. Félagið er í eigu Aramco, olíurisa Sádi-Arabíu, og leitar að arftaka Michel González sem var nýverið látinn fara.
Reynsla Rodgers í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Swansea og Leicester gerir hann að áhugaverðum kosti, auk þess sem leikstíll hans og hugmyndafræði þykja henta félaginu vel.

Ef Rodgers, sem er 53 ára, tekur við starfinu gæti hann jafnvel fengið Salah til liðs við sig.
Samkvæmt Al Jazeera er Al-Qadsiah áhugasamt um að fá Salah en framtíð hans hjá Liverpool er óljós eftir deilur við Arne Slot.
Sagt er að félagið fylgist grannt með Salah og gæti gert tilraun í janúar.