fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brendan Rodgers gæti orðið nýr knattspyrnustjóri Mohamed Salah, samkvæmt nýjustu fregnum um næsta starf hans.

Fyrrverandi stjóri Liverpool var rekinn frá Celtic í október, en gæti snúið fljótt aftur í þjálfunarstörf hjá metnaðarfullu félagi.

Rodgers er að taka við Al-Qadsiah í Sádí Arabíu. Félagið er í eigu Aramco, olíurisa Sádi-Arabíu, og leitar að arftaka Michel González sem var nýverið látinn fara.

Reynsla Rodgers í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Swansea og Leicester gerir hann að áhugaverðum kosti, auk þess sem leikstíll hans og hugmyndafræði þykja henta félaginu vel.

Getty Images

Ef Rodgers, sem er 53 ára, tekur við starfinu gæti hann jafnvel fengið Salah til liðs við sig.

Samkvæmt Al Jazeera er Al-Qadsiah áhugasamt um að fá Salah en framtíð hans hjá Liverpool er óljós eftir deilur við Arne Slot.

Sagt er að félagið fylgist grannt með Salah og gæti gert tilraun í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok