fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Neitaði að tjá sig um þau stóru orð sem hann lét falla um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. desember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, hélt spilunum þétt að sér á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Cardiff City í 8-liða úrslitum deildabikarsins, sem fer fram í Wales annað kvöld.

Eftir 2-0 sigur Chelsea á Everton um helgina lýsti Maresca síðustu 48 klukkustundum fyrir leikinn sem þeim verstu síðan hann kom til félagsins og vísaði þar óbeint í skort á stuðningi. Aðspurður í dag vildi Ítalinn hins vegar ekki fara frekar út í málið.

„Ég hef þegar talað um þetta og hef engu við það að bæta. Nú snýst allt um Cardiff. Ég virði skoðanir fólks, en ég hef engu við þetta að bæta. Einbeiting mín er á morgundeginum,“ sagði Maresca við fréttamenn í dag.

Aðspurður um hvort hann væri staðráðinn í að halda áfram sem stjóri Chelsea svaraði hann afdráttarlaust játandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona