fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. desember 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðskonan Chloe Kelly hefur sagt opinskátt frá því að hún hafi greinst með skalla (alopecia) á síðasta ári eftir að hafa glímt við alvarlegan kvíða sem varð svo slæmur að hún óttaðist hjartaáfall.

Kelly, sem er 27 ára og varð þjóðþekkt eftir Evrópumótið síðasta sumar, hefur áður rætt andlega erfiðleika sína, sérstaklega undir lok ferils síns hjá Manchester City.

Hún gekk aftur til liðs við Arsenal í janúar og sagði þá að neikvæð hegðun innan City hefði haft gríðarleg áhrif á andlega líðan hennar.

Nú, tæpu ári síðar, segir Kelly að kvíðinn hafi verið svo yfirþyrmandi að hún treysti sér varla út úr húsi.

Í viðtali í Happy Place hlaðvarpi Fearne Cotton lýsti hún því hvernig hún sat ein í myrkri og fann að eitthvað væri alvarlega að. Hún sagðist hafa orðið svo veik af kvíða að hún gat ekki staðið upp af baðherbergisgólfinu vegna uppkasta.

Kelly segir að í miðri baráttunni hafi hárið byrjað að falla af henni. Hún tók eftir blettum og leitaði til læknis hjá enska landsliðinu, sem vísaði henni til sérfræðings. Þar fékk hún greininguna alopecia.

„Þá fór ég að sjá líkamleg áhrif kvíðans, ekki bara andleg,“ sagði Kelly. Hún viðurkennir að þetta hafi verið mjög erfiður tími, þar sem sjálfstraustið hafi laskast og hún hafi jafnvel þurft að fela blettina í sínum fyrsta leik með Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift