fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

433
Mánudaginn 15. desember 2025 11:30

Rebecca Jane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, Manchester United og enska landsliðsins, lenti árið 2021 í miklu fjölmiðlahneyksli þegar upp komst um meint kynferðisleg samskipti hans og fyrrverandi raunveruleikasjónvarpsstjörnu, Rebecca Jane, á samfélagsmiðum á meðan hann var giftur. Breska blaðið Daily Star fer ítarlega yfir málið í dag.

Owen, sem varð heimsþekktur aðeins 18 ára gamall á HM 1998 og vann Gullknöttinn árið 2001, hafði um árabil verið talinn fyrirmyndar fjölskyldumaður. Hann hefur verið giftur æskuástinni Louise Bonsall síðan 2005 og eiga þau fjögur börn saman.

Samkvæmt umfjöllun enskra blaða hafði Owen samband við Jane í gegnum samfélagsmiðla vorið 2021. Hún varð landsþekkt eftir þátttöku í Big Brother árið 2017. Í kjölfarið þróuðust samskiptin yfir í skilaboð sem voru sögð kynferðislegs eðlis, þar sem Owen átti meðal annars að hafa beðið um fjölmargar nektarmyndir.

Michael Owen ásamt eiginkonu sinni, Louise Bonsall.

„Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð til London, ég þarf eitthvað að gera,“ á til að mynda að hafa staðið í einum skilaboðum Owen til Jane.

Owen á jafnframt að hafa lagt til að þau hittust á hestakappreiðum í Doncaster, en af því varð aldrei. Jane hélt því síðar fram að Owen hefði sagt henni að hjónabandi hans væri í raun lokið og aðeins til málamynda.

„Hann sagði mér að þetta væri hjónaband af hentisemi. Ég trúði honum,“ sagði hún árið 2022.

Owen viðurkenndi árið 2014 að hjónabandið hafi staðið á brauðfótum en sagði síðar að hjónabandsráðgjöf hefði bjargað því. Hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um ásakanirnar.

Málið hafði veruleg áhrif á ímynd Owen, sem í dag starfar sem sparkspekingur hjá TNT Sports og Amazon Prime.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift