fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. desember 2025 19:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur sent Arsenal tvöfalda aðvörun eftir því sem baráttan um enska meistaratitilinn harðnar.

Eftir að Arsenal tryggði sér dramatískan sigur á Wolves með marki á lokamínútunum á laugardagskvöldið, fylgdu bæði Manchester City og Aston Villa því eftir með sigrum á sunnudag og héldu þannig áfram að anda ofan í hálsmálið á toppliðinu.

Manchester City vann Crystal Palace 3-0 á Selhurst Park, sem var fimmti sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Eftir sveiflukennda byrjun á tímabilinu virðist lið Pep Guardiola nú vera að finna sitt besta form. Á sama tíma vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur á West Ham eftir að hafa tvisvar snúið leiknum sér í hag. Þetta var 15. sigur Villa í síðustu 17 leikjum, í mögnuðu gengi undir stjórn Unai Emery.

Getty Images

Í sigri City skoraði Erling Haaland tvö mörk, en Carragher beindi sjónum sínum að Phil Foden, sem skoraði sitt sjötta mark í úrvalsdeildinni í síðustu fjórum leikjum. Foden átti stórkostlegt tímabil 2023–24 þegar City varð meistari fjórða árið í röð, með 19 mörk og átta stoðsendingar.

Carragher sagði á Sky Sports að endurkoma Foden í sitt besta form væri lykilatriði í titilbaráttunni.

„Þegar hann er í sínu besta formi er hann einn besti leikmaður deildarinnar. Það er ekki Haaland sem Arsenal ætti helst að óttast, heldur Phil Foden,“ sagði Carragher og bætti við að Haaland væri alltaf ógn, en Foden væri óvænta vandamálið sem gæti ráðið úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Í gær

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur