fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur dregið í efa gæði leikmanna sem hafa komið upp úr akademíu félagsins og sent skýr skilaboð til stuðningsmanna með því að gagnrýna þrjá unga leikmenn.

Manchester United hefur lengi státað af sterkri akademíu, þar sem leikmenn á borð við Paul Scholes, Gary Neville og Marcus Rashford hafa risið upp og náð árangri með aðalliðinu. Þrátt fyrir það segir Amorim að hann láti ekki tilfinningar eða fortíðina ráða ákvörðunum sínum.

Hann nefndi sérstaklega Toby Collyer (21 árs), Harry Amass (18) og Chido Obi (18), sem allir hafa átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili.

Collyer var talinn líklegur til að taka sæti Casemiro eftir góðar framfarir á síðasta tímabili, en hefur aðeins byrjað þrjá leiki með West Bromwich í Championship-deildinni. Vinstri bakvörðurinn Amass glímir við erfiðar aðstæður hjá Sheffield Wednesday, á meðan sóknarmaðurinn Obi hefur staðnað í U21 árs liði hjá United.

„Collyer spilaði með Manchester United og er úr akademíunni. Hann fór svo til West Bromwich og er ekki að spila þar,“
sagði Amorim þegar hann réttlætti ákvörðun sína að halda Kobbie Mainoo til hliðar.

„Þetta snýst ekki bara um hvaðan þú kemur, heldur stöðuna hverju sinni. Amass á í vandræðum í Championship og Chido er ekki einu sinni fastur í byrjunarliðinu hjá U21. Þessir leikmenn fengu allir tækifæri þegar margir kölluðu eftir því að reka stjórann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Í gær

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur