fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. desember 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Topp 10 listi yfir mest seldu knattspyrnutreyjur í Evrópu árið 2025 hefur verið birtur og þar kemur einhverjum á óvart að hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo tróna á toppnum.

Samkvæmt tölum frá Score 90 hefur undrabarn Barcelona, Lamine Yamal, verið vinsælasta nafið í ár. Alls seldust 1,32 milljónir treyja með nafni 17 ára gamla Spánverjans víðs vegar um Evrópu.

Í öðru sæti er Lionel Messi, nú leikmaður Inter Miami, með 1,28 milljónir seldra treyja, en liðsfélagi Yamal hjá Barcelona, Robert Lewandowski, er í þriðja sæti með 1,11 milljónir.

Cristiano Ronaldo, sem leikur með Al-Nassr í Sádi-Arabíu, endar í sjöunda sæti listans með 925 þúsund seldar treyjur.

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni á listanum og situr í áttunda sæti með 878 þúsund seldar treyjur. Rétt á eftir honum kemur Harry Kane með 867 þúsund.

Listinn í heild
1. Lamine Yamal (Barcelona) – 1,32 milljónir
2. Lionel Messi (Inter Miami) – 1,28 milljónir
3. Robert Lewandowski (Barcelona) -1,11 milljónir
4. Kylian Mbappe (Real Madrid) – 1,02 milljónir
5. Vinicius Jr (Real Madrid) – 992.000
6. Giorgian de Arrascaeta (Flamengo) – 975.000
7. Cristiano Ronaldo (Al-Nassr) – 925.000
8. Bruno Fernandes (Manchester United) – 878.000
9. Harry Kane (Bayern Munich) – 867.000
10. Rodrygo (Real Madrid) – 798.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona