fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. desember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Yves Bissouma, hefur sagt frá því að hann hafi neytt svokallaðs hippakrakk í kjölfar röð ógnvekjandi innbrota sem kostuðu hann um eina milljón punda.

Miðjumaður Tottenham Hotspur, sem var keyptur á um 40 milljónir punda, sást á myndum í The Sun on Sunday í síðustu viku þar sem hann var að anda að sér ólöglegu efni.

Bissouma tengir hegðunina við alvarlegt áfall eftir nýlegt innbrot á heimili hans. Hippakrakk er tegund af hláturgasi.

„Mér þykir þetta leitt. Þetta atvik braut eitthvað í mér sem ég vissi ekki einu sinni að gæti brostið,“ sagði Bissouma.

„Ég bið stuðningsmenn afsökunar. Áfallið bætti við líf mitt ótta, kvíða, þunglyndi og ofsóknarhug.“

Þetta er í annað sinn sem Bissouma, sem þénar um 50 þúsund pund á viku, er staðinn að notkun þessa efnis. Hann var tímabundið settur í bann hjá Tottenham í ágúst í fyrra eftir fyrsta atvikið.

„Mér líður mjög illa með þetta,“ bætti hann við.

„Þegar myndirnar birtust hafði það mikil áhrif á mig og alla í kringum mig, sérstaklega fjölskylduna mína. Faðir minn varð mjög skelkaður. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væri erfið mynd, en hún skilgreinir mig ekki sem manneskju.“

Bissouma viðurkennir að hegðunin sé ekki við hæfi. „Ég veit að þetta er ekki gott fyrir mig né ímynd mína, sérstaklega þar sem ég er atvinnumaður í knattspyrnu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona