

Manchester United á í viðræðum um hvort félagið geti haldið Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui hjá sér lengur áður en þeir halda til Afríkukeppni landsliða (AFCON).
Enn er óljóst hvort þeir verði tiltækir í leik United gegn Bournemouth á mánudag á Old Trafford.
Leikurinn fer fram á lokadegi þess frests sem FIFA setti fyrir leikmenn til að mæta til landsliðsskyldu, eftir að FIFA veitti félögum heimild til að halda leikmönnum sínum í eina viku til viðbótar.
Mazraoui á að leika með Marokkó, sem hefur mótið, í opnunarleiknum gegn Kómoreyjum sunnudaginn eftir viku. Mbeumo og Diallo spila hins vegar ekki sinn fyrsta leik með Kamerún og Fílabeinsströndinni fyrr en á aðfangadag jóla.
United náði sambærilegu samkomulagi við Kamerún fyrir tveimur árum varðandi André Onana. Þjálfarinn Ruben Amorim segir viðræður við öll þrjú knattspyrnusamböndin enn í gangi. „Við bíðum fram á síðustu stundu til að hafa sem flesta leikmenn tiltæka,“ sagði Amorim.