fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Fókus
Sunnudaginn 14. desember 2025 09:00

Þjóðleikhúsið. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt þekkt og minna þekkt fólk hefur oft átt sér tvífara. Það er að segja það er nauðalíkt einstaklingum sem eru því alls óskyldir og það þekkir ekki neitt. Nýlega rakst Fókus á slíkt dæmi en af myndum að dæma þá er íslensk leikkona nauðalík erlendri stjórnmálakonu.

Kristín Þóra Haraldsdóttir er leikkona sem flestir Íslendingar ættu að kannast eitthvað við. Hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Meðal sjónvarpsþáttaraða sem hún hefur leikið í eru Vigdís, Verbúðin og Katla en sú nýjasta er Heimaey sem var frumsýnd nýlega á Sjónvarpi Símans en Kristín Þóra leikur einnig í þáttaröðinni Danska konan en sýningar hefjast á þáttunum á RÚV á nýársdag. Meðal kvikmynda sem Kristín Þóra hefur leikið í eru Andið eðlilega, Villibráð og Lof mér að falla en fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni hlaut hún Edduverðlaunin. Þann 19. desember verður Kristín Þóra með sérstaka jólasýningu af einleik sínum Á rauðu ljósi, í Þjóðleikhúsinu. Verkið fjallar um stress og hefur gengið í leikhúsinu í um tvö ár og ekkert lát virðist á vinsældunum því sýningar halda áfram eftir áramót.

Kristín Þóra Haraldsdóttir. Mynd: Þjóðleikhúsið

Signe Munk er dönsk þingkona en hún situr á þingi fyrir Sósíalíska þjóðarflokkinn þar í landi. Hún hefur setið á þingi síðan í kosningum 2019 en samhliða þingmennskunni lauk hún námi í hjúkrunarfræði.

Munk hefur gengt stöðu pólitísks talsmanns þingflokkins (d. politisk ordfører) sem er með æðstu stöðum í þingflokkum á danska þinginu. Taki flokkurinn sæti í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, sem fara fram í seinasta lagi í september á næsta ári, er ekki ólíklegt að Munk verði ráðherra.

Signe Munk. Mynd: Skjáskot/Facebook.
Signe Munk. Mynd: Skjáskot/Facebook.

 

Kristín Þóra og Signe Munk verða að teljast, af myndunum hér að ofan að dæma, töluvert líkar jafnvel svo líkar að það sé hægt að kalla þær tvífara en þó verður hver lesandi að dæma um það fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið