fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Fókus
Fimmtudaginn 11. desember 2025 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins RTVE, José Pablo López, er ánægður með Íslendinga og ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári.

Hann skrifaði á X í gær:

„Það eru fimm lönd þar sem mannréttindi eru ekki keppni og virðing fyrir reglum er ekki valkvæð: Slóvenía, Spánn, Írland, Holland og Ísland. HIN NÝJU STÓRU FIMM LÖND SAMBANDS EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA“

Það hefur vakið sérstaka athygli að Spánn hefur dregið sig úr keppninni enda er landið hluti af þeim fimm ríkjum sem eru sérstakir fjárhagslegir bakhjarlar Eurovision og hafa því alltaf fengið sitt pláss á úrslitakvöldinu. Þessi lönd voru þekkt sem hin stjóru fimm: Spánn, Frakkland, Bretland, Þýskaland og Ítalía.

RÚV gerði í september fyrirvara við þátttöku Íslands í keppninni um niðurstöðu samráðsferlis EBU vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni og áskildi sér rétt til að hætta við. Þessi réttur var svo nýttur í gær eftir að það lá fyrir að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“