fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

United vill fleiri ungstirni – Fá samkeppni frá Atletico og Bayern um leikmann frá Ekvador

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Bayern Munchen eru sögð í baráttu um að landa hinum 16 ára gamla Ederson Castillo, einu mesta ungstirni suðuramerísks fótbolta um þessar mundir. Þetta kemur fram í fréttum í heimalandi hans, Ekvador.

Castillo, sem leikur með LDU Quito, hefur vakið mikla athygli eftir frábæra frammistöðu með unglingaliðum félagsins og gegndi lykilhlutverki þegar LDU tryggði sér sigur í U-19 deildinni á dögunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar verið boðaður á æfingar með aðalliði félagsins.

United og Bayern eru talin leið kapphlaupið, en bæði Atletico Madrid og Anderlecht fylgjast einnig grannt með. Þrátt fyrir mikla eftirspurn mun hvaða félag sem fær Castillo þurfa að bíða eftir leikmanninum. Samkvæmt reglum FIFA má hann ekki ekki ganga til liðs við evrópskt félag fyrr en hann verður 18 ára.

United leggur nú áherslu á að ná í efnilega unglinga til að þurfa ekki að kaupa þá dýrt síðar. Má nefna Diego Leon því til stuðnings, en hann er frá Paragvæ og gekk í raðir félagsins nýverið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid