fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Jóhannes Karl er maðurinn sem neitaði að mæta í landsleik hjá Óla Jó vegna barnaafmælis

433
Fimmtudaginn 11. desember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin, Óli Jó – Fótboltasaga er komin út en þar fer Ólafur Jóhannesson fyrrum landsliðsþjálfari sinn yfir feril sinn sem þjálfari. Magnaðir tímar með FH og Val og annað sem gerðist á hans ferli.

Frá 2007 til 2011 var Ólafur landsliðsþjálfari Íslands og þar gekk á ýmsu. Á Vísi.is í vikunni var fjallað um einn leikmann sem mætti ekki í landsleik vegna barnaafmælis.

„Eitt sinn valdi ég leikmann sem sagðist ekki komast í viðkomandi leik því sonur hans átti afmæli og konan hans treysti sér ekki til að halda ein upp á það. En hann sagðist koma í næsta leik. Hann var bara vanur því að vera valinn. Sami leikmaður gat líka einu sinni ekki talað við mig þegar ég kom út til hans því hann þurfti að fara í ísbað,“ sagði Ólafur í bók sinni en nafngreinir ekki manninn.

433.is hefur fengið staðfest að sá sem um ræðir er Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari FH í dag. Þetta fæst einnig staðfest með því að skoða gömul Fréttablöð. Jóhannes lék þá á Englandi.

Í Fréttablaðinu í september árið 2009 kemur þetta fram. „Jóhannes Karl hefur reyndar aldrei spilað landsleik undir stjórn Ólafs þótt hann hafi tvívegis verið valinn. Í raun stóð til að velja hann í þriðja leikinn, eins og fjallað er um hér að neðan, en Jóhannes Karl baðst þá undan þar sem fram undan væri sameiginlegt barnaafmæli drengja sinna,“ segir í Fréttablaðinu frá þeim tíma.

Um bókina
Hér segir Ólafur Jóhannesson sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferillinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta. Einstök frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld.

Ólafur Jóhannesson er goðsögn í íslenskri knattspyrnu. Hafnarfjarðarguttinn sem fór snemma út í þjálfun og gerði það gott á Vopnafirði og í Borgarnesi en varð síðan margfaldur Íslands¬meistari, bikarmeistari og landsliðsþjálfari.

Maðurinn sem gerði FH að stórveldi og vann síðan fjóra stóra titla með Val.

Hér segir Óli sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferilinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta.

Hann leggur nú spilin á borðið með einstakri frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld og hlífir engum, allra síst sjálfum sér.

Allir áhugamenn um íslenskan fótbolta verða að lesa sögu hins eina sanna Óla Jó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal fetar í fótspor Liverpool og Manchester City

Arsenal fetar í fótspor Liverpool og Manchester City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að Salah sé á blaði

Staðfestir að Salah sé á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Í gær

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“