fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Klár í að fara í kjölfar áhuga Chelsea og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Daily Mail hefur Murillo, varnarmaður Nottingham Forest vakið áhuga bæði Chelsea og Real Madrid og er leikmaðurinn sjálfur sagður opinn fyrir félagsskiptum eftir tímabilið.

Þessi 23 ára gamli Brasilíumaður kom frá Corinthians í ágúst 2023 og hefur á skömmum tíma orðið einn af lykilmönnum Forest í úrvalsdeildinni. Frammistaðan hefur einnig skilað honum kalli í brasilíska landsliðið.

Murillo framlengdi samning sinn í janúar og er Forest því í sterkri samningsstöðu. Félög sem vilja tryggja sér þjónustu hans þurfa að bjóða yfir 55 milljónir punda, sem væri sölumet hjá Forest og hærra en upphæðin sem Newcastle greiddi fyrir Anthony Elanga.

Chelsea og Real Madrid munu fylgjast náið með gangi mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð