

Rice-háskólinn í Bandaríkjunum hefur tilkynnt um andlát Claire Tracy, 19 ára nemanda og leikmanns kvennaliðs skólans í knattspyrnu.
Tracy fannst látin í íbúð rétt utan háskólasvæðisins, en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Skólinn hefur boðið nemendum áfallahjálp.
Tracy hóf nám við Rice í fyrra og þótti kraftmikill og vinsæll karakter. Tracy, sem var frá Menomonee Falls í Wisconsin, hafði áður leitt framhaldsskólalið sitt til fjölda titla áður en hún gekk til liðs við Rice.
„Hjörtun okkar eru hjá fjölskyldu Claire og öllum þeim sem syrgja,“ skrifaði Bridget K. Gorman, deildarforseti grunnnáms við Rice.
„Öll knattspyrnufjölskylda Rice syrgir Claire. Hún hafði jákvæð áhrif á alla í kringum sig og verður alltaf í hjörtum okkar,“ sagði Brian Lee, þjálfari hennar.
Mínútu þögn var í skólanum í upphafi vikunnar vegna andlátsins.