fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Fókus
Miðvikudaginn 10. desember 2025 09:59

Billy Gardell þá og nú. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn og uppistandarinn Billy Gardell gerði róttækar breytingar á lífsstíl sínum fyrir nokkrum árum og hefur árangurinn svo sannarlega ekki látið á sér standa.

Gardell gerði garðinn frægan í þáttunum Mike & Molly á árunum 2010 til 2016 og þá hefur hann leikið í ýmsum öðrum þáttum og farið með minni hlutverk í bíómyndum.

Billy, 56 ára, gekkst undir hjáveituaðgerð fyrir fjórum árum og hefur misst yfir 77 kíló. Ekki nóg með það þá hefur honum tekist að viðhalda þyngdartapinu sem getur verið krefjandi.

Þurfti að breyta sambandi sínu við mat

Leikarinn ræddi um málið í samtali við People. Hann var greindur með sykursýki 2 árið 2020. Hann vildi bæta heilsuna og fór í hjáveituaðgerð sumarið 2021. En hann vissi að það væri ekki nóg, hann þurfti að breyta sambandi sínu við mat.

„Ég þurfti að breyta því hvernig ég hugsa um mat. Matur er bensín, ekki verðlaun, ekki huggun eða lyf. Ég þurfti að laga tilfinningalegt samband mitt við mat,“ sagði hann og deildi því sem hann borðar til að viðhalda þyngdartapinu.

Billy byrjar daginn á samloku með kalkúnapylsu. Síðdegis fær hann sér kotasælu og ávexti í millimál. Í kvöldmat fær hann sér létta máltíð, sem er hvorki steikt né full af sykri, að hans sögn.

Hann drekkur líka 2,2 lítra af vatni á dag, tekur fjölvítamín, lýsi og góðgerla.

„Ég leyfi mér samt að fá mér stundum einn til tvo bita af einhverju sætu ef ég vil,“ sagði hann.

Billy æfir þrisvar til fjórum sinnum í viku.

Þess virði

Leikarinn sagði að vissulega væri þetta mjög ströng rútína og stundum líði honum eins og hann sé í „Groundhog Day“ en „það er þess virði.“

„Ég er ekki lengur með sykursýki. Ég er orkumeiri og sterkari. Þyngdartapið bjargaði lífi mínu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið